Fréttir og tilkynningar

Sumarsmiðjur 105 í fullum gangi | 105 18.06.2015

Sæl öll! Nú eru sumarsmiðjurnar byrjaðar og hefur verið full skráning í allar smiðjur hingað til. Við höfum skemmt okkur konunglega í Sykurpúðaleiknum, Hungergames og Draugasögugöngunni í þessari viku og er nóg af hressum smiðjum framundan á komandi vikum. Nokkur pláss eru laus í ákveðnum smiðjum og er því um að gera að drífa sig að skrá börnin til að vera með í fjörinu ef þið eruð ekki þegar búin að því :) Með sumarkveðju og sól í hjarta, Andrea og Rúnar. ps. Hér er hlekkur á facebooksíðu 105 en þar má sjá nokkrar myndir úr smiðju dagsins og fylgjast með fréttum úr sumarstarfinu: https://www.facebook.com/Felagsmidstodin105/posts/730685807077533?notif_t=like

Sumaropnunartími fyrir 8.-10.bekk í sumar
Sumaropnanir í 100og1 | 100og1 08.06.2015

Þá er formlegri vetrardagskrá í 100og1 lokið og við tekur sumargleðin hjá okkur. Við verðum með opið í félagsmiðstöðinni fram í byrjun júlí. Sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára starfið verða á mánudaga og miðvikudaga kl. 13:00-15:00 og þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 10:30-12:30. Fullt af spennandi og skemmtilegum smiðjum í boði og fer skráning fram á rafraen.reykjavik.is

Ragnheiði afhent verðlaun vegna listaverkasamkeppni Kamps | Kampur 21.05.2015

Ragnheiður í félagsmiðstöðinni 105 sigraði í listaverkasamkeppni sem Frístundamiðstöðin Kampur stóð fyrir á dögunum. Deildarstjóri unglingastarfs afhenti Ragnheiði gjafabréf í þakklætisskyni upp á 30.000 krónur, enda mikil vinna framundan við að koma listaverkinu upp. Listaverkið...

Sumarsmiðjur í Gleðibankanum fyrir 10-12 ára (f.´02-´04) | Kampur 14.05.2015

Fjölbreyttar smiðjur eru í boði fyrir börn fædd 2002 – 2004 á vegum félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankinn sumarið 2015. Smiðjurnar eru almennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00 – 15.00 og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10.30 – 12.30. Þáttökugjald er ýmist 620 kr eða 1240 kr, fer eftir umfangi hverrar smiðjur og efniskostnaði. Athygli er vakin á því að skrá þarf í hverja smiðju í Rafrænni Reykjavík með að minnsta kosti dags fyrirvara. Þar sem takmarkaður fjöldi kemst í hverja smiðju gildir reglan, fyrstu skráir fyrstur fær pláss.


Information

EnglishEspañolLietuviųPolskiРусскийTagalogThai

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Frístundamiðstöðvar


Sumarsmiðjur í Gleðibankanum fyrir 10-12 ára (f.´02-´04)
Sumarsmiðjur í 105 fyrir 10-12 ára (f.´02-´04)
Sumarsmiðjur í 100og1 fyrir 10-12 ára (f.´02-´04)
Starfsáætlun Kamps 2014-2015
Drullumall
Foreldravefur
Hverfið mitt- frist
Hverfid mitt- iþrott
Hverfid mitt- listir
hverfid mitt- utivist
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit