Fréttir og tilkynningar

Sumarfrí í Gleðibankanum | Gleðibankinn 09.07.2014

Nú er starfsfólk Gleðibankans farið í sumarfrí og því verður engin starfsemi í gangi á vegum félagsmiðstöðvarinnar það sem eftir er af sumrinu. Starfsemi hefst á ný í seinni hluta ágúst þegar skólinn hefst. Forstöðumaður Gleðibankans, Þorvaldur Guðjónsson (Valdi), snýr aftur til starfa 11. ágúst og verður hann þá aðgengilegur í gegnum tölvupóst og í síma 695-5215. Starfsfólk Gleðibankans vill óska öllum ánægjulegs sumars og sólar í hjarta ef hún skín ekki á himni.

tivoligaman
10-12 ára smiðjur | 100og1 04.07.2014

Þá er næst síðasta vikan í sumarstarfinu liðin og hún var heldur betur fjörug.

Ball og fleira skemmtilegt! | 105 30.06.2014

Nú er farið að líða á seinni hluta sumarstarfsins í 105. Sumarsmiðjur 10-12 ára krakkanna hafa gengið frábærlega og skráningin framar björtustu vonum. Unglingarnir eru nýkomnir úr útilegu á Akranes sem var heljarinnar skemmtun og komu allir sáttir og þreyttir heim. Mikið fjör hefur verið í öllu starfinu hjá okkur í sumar. Á miðvikudaginn næsta er svo loksins komið að sameiginlega sumarballi unglinganna í Kampi. Það verðu haldið í Ýmishúsinu, Skógarhlíð 20 kl 20-22. Það kostar litlar 300 krónur inn og sjoppa á staðnum! Sjáumst hress!

vine
Fréttir úr starfi 10-12 ára | 100og1 30.06.2014

Það er búið að vera mikið fjör og mikið gaman hjá okkur það sem af er þessu sumri. Sumarsmiðjurnar eru í fullum gangi og þátttakan verið fín.


Information

English Español Lietuvių Polski Русский Tagalog Thai

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Frístundamiðstöðvar


dagskrá f. maí
Drullumall
Foreldravefur
stondum saman
Hverfið mitt- frist
Hverfid mitt- iþrott
Hverfid mitt- listir
hverfid mitt- utivist
Fjölmenningarsetur
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit