Fréttir og tilkynningar

Mætingarkeppni og októberdagskrá í Gleðibankanum | Gleðibankinn 30.09.2014

Það verður margt um að vera í Gleðibankanum í október eins og dagskráin sem unglingarnir hönnuðu sýnir. Sem dæmi má nefna heimsókn í félagsmiðstöðina EKKÓ sem er viðburður sem var alveg skipulagður af unglingunum í samráði við báðar félagsmiðstöðvarnar. Einnig er mikil spenna fyrir gistinótt 9. og 10. bekkjar.

Sameiginlegt vinaball 100og1, Gleðibankans og 105HTX
Sameiginlegt vinaball 100og1, Gleðibankans og 105HTX | 100og1 24.09.2014

Í kvöld verður sameiginlegt vinaball haldið í Háteigsskóla. Ballið er liður í sameiginlegum viðburðum sem félagsmiðstöðvarnar sem tilheyra Kampi standa að til þess að efla tengsl milli krakkanna í hverfinu. Aðgangseyrir inn á ballið er 300 kr.- en ef þau bjóða vin með á ballið er það 500 kr.- (fyrir einstaklinginn og vin saman). Húsið opnar 19:30 - 22:00. Við óskuðum eftir því að krakkarnir myndu senda okkur upplýsingar um nafn vinar, í hvaða félagsmiðstöð hann er í og nafn og símanúmer foreldra ef eitthvað kæmi upp á. Við hvetjum foreldra til þess að ná í börnin sín eftir ballið en því líkur klukkan 22:00

Dagskrá fyrir 5. og 6. bekk í október | Gleðibankinn 23.09.2014

Fimmtudaginn 18. september var fyrsta opnunin fyrir 5. og 6. bekk í Gleðibankanum. Það var mikið fjör og fengu krakkarnir að kynnast húsnæðinu, starfsfólkinu, farið var yfir reglurnar og dagskrá unnin fyrir októbermánuð.

Fréttir og framundan í 105 | 105 23.09.2014

Fyrsti mánuður starfsins fór vel af stað hjá okkur í 105. Frábær mæting hefur verið á opnanir hjá 8.-10.bekk frá byrjun. Við höfum gert ýmislegt skemmtilegt, meðal annars farið í 45 manna ísrölt, sett mætingamet í sundferð, farið í fjölmenna heimsókn í félagsmiðstöðina Tíuna, haldið 8.bekkjarkvöld og stórskemmtilegt Nýnemaball svo nokkuð sé nefnt. 10-12 ára starfið okkar fór líka af stað með látum í síðustu viku. 45 börn mættu á 5. og 6.bekkjaropnun og þurfum við að skoða aðra útfærslumöguleika á starfinu til að geta komið sem best til móts við þennan stóra og flotta hóp. Einnig var frábær mæting á fyrstu 7.bekkjaropnunina og mikið fjör. Við í 105 erum því í skýjunum með byrjun vetrarins og fjörið er rétt að byrja. Vinaball Kamps fyrir 8.-10.bekk fer fram í sal Háteigsskóla á morgun, miðvikudag kl 19:30-22:00. Það mega unglingarnir bjóða með sér einum vin úr annarri félagsmiðstöð ef þau vilja (engin skylda að sjálfsögðu) en með því skilyrði að láta sitt starfsfólk fá helstu upplýsingar um gestinn með fyrirvara. Aðgangseyrir er 300 krónur á einstakling (en 500 samtals fyrir þig og utanaðkomandi gest). Í byrjun október fer fram Landsmót Samfés þar sem félagsmiðstöðin sendir nokkra fulltrúa til þátttöku. Í október útbúa svo unglingarnir í 105 nýja og spennandi dagskrá fyrir mánuðinn sem verður auglýst síðar. Kveðja, 105 :)


Information

English Español Lietuvių Polski Русский Tagalog Thai

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Frístundamiðstöðvar


Drullumall
Foreldravefur
stondum saman
Hverfið mitt- frist
Hverfid mitt- iþrott
Hverfid mitt- listir
hverfid mitt- utivist
Fjölmenningarsetur
Frístundakort
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit